Hestamannafélagið Sprettur var stofnað árið 2012 og varð til við samruna hestamannafélagsins Gust, Kópavogi og Hestamannafélagsins Andvara, Garðabæ.
Sameinuð mynda þessi félög nú öfluga heild í Hestamannafélaginu Spretti. Sprettur er með starfsemi sína á Kjóavöllum og er eitt stærsta hestamannafélag landsis með á annað þúsund félagsmenn.
Við erum stoltir Sprettarar.
Tölvunefnd Spretts vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp nýja og betri síðu fyrir hestamannafélagið. Til að byrja með verður þessi síða tímabundið í notkun þar sem helstu fréttir vegna félagsins verða birtar. Einnig er facebook síða Spretts mjög virk fyrir þá aðila sem eru virkir á þeim miðli.
Nýkjörin stjórn Spretts. Á myndina vantar Hannes.