Kæru Sprettarar.
Góður dagur hjá okkur í gær er firmakeppnin fór fram. Mikil þáttaka var eða rúmlega 100 skráningar og gríðalega vel tókst til við að safna styrkjum frá fyrirtækjum og velunnurum okkar.
Það söfnuðust tæpar 1.3 milljón sem er gríðarlega gott fyrir félagið sem hefur veriði nánast tekjulaust í 2 mánuði. Það voru engin skráningargjöld en samt vildu margir greiða fyrir þáttöku og þannig komu í kassann rúmar 100 þús.
Við viljum þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem lögðu okkur til styrki. Sérstakar þakkir til Lindu og Bödda sem fóru af stað með þetta sem og öllum öðrum sem hjálpuðu til. Margar hendur vinna létt verk.
Fh. Stjórnar Hmf Spretts,
Sverrir Einarsson, formaður