Fyrirhugað var að hafa miðnæturreiðtúrinn fyrir krakkana í Spretti 20. maí en sökum rigningar hefur verið ákveðið að færa reiðtúrinn fram til föstudagsins 22. maí. Lagt verður af stað klukkan 21:00 frá austurenda Samskipahallarinnar (sem snýr að hesthúsunum).
Miðað er við einn hest á mann, ekki teymingarhest. Þetta verður óvissuferð en lengdin miðar við einn hest í ágætis trimmi. Gert er ráð fyrir hressingu í boði Spretts í áningu. Fararstjóri er Þórdís Anna Gylfadóttir og miðað er við að knapar sem mæta í ferðina séu vel hestfær og hafi fulla stjórn á sínum hesti.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og þarf að berast fyrir klukkan 12.00 föstudaginn 22. maí.
Að gefnu tilefni viljum við taka það fram að hver og einn knapi er á eigin ábyrgð og mikilvægt að þátttakendur í reiðtúrnum séu hestfærir og vanir að fara sjálfir í reiðtúr.