Nú er aldeilis að vora hratt og okkur í æskulýðsnefndinni langar að gera smá saman áður en allir fara að sleppa hestunum. Þar sem Covid hefur sett ansi þungt strik í dagskránna langar okkur nú að skipuleggja smá með unga fólkinu en gætum okkur að hlýða Víði.
Dagskrá Æskulýðsnefndar er sem hér segir:
20. maí – Miðnæturreiðtúr með Unglingum og ungmennum – Þórdís Anna sér um fararstjórn
24. maí – Skemmtireiðtúr barna í Spretti sem endar með grilli í Magnúsarlundi – Þórdís Anna sér um fararstjórn
27. maí – Æfingamót fyrir gæðingakeppnina fyrir börn, ungmenni og unglinga
Nánari upplýsingar um reiðtúrana berast þegar nær dregur. Að gefnu tilefni viljum við taka það fram að hver og einn knapi er á eigin ábyrgð og mikilvægt að þátttakendur í reiðtúrnum séu hestfærir og vanir að fara sjálfir í reiðtúr, þetta á bæði við um skemmtireiðtúrinn og miðnæturreiðtúrinn. Ef foreldrar vilja teyma barnið í skemmtireiðtúrnum er velkomið að koma með.