Hringvöllur Spretts verður lokaður frá kl 13:00 vegna lokamóts Equsana áhugamannadeildar Spretts
Lokamót Equsana áhugamannadeildar Spretts verður haldið þriðjudaginn 12.maí kl.18:00. Ákveðið hefur verið að færa mótið utandyra og verður því keppt úti á hringvelli Spretts.
Leyfilegt er fyrir áhorfendur að mæta á svæðið að því gefnu að 2 metra fjarlægðarreglan sé virt. Mælst er til þess að fólk haldi sig í bílum eins og hægt er.
Stöð 2 Sport mun sýna beint frá lokamóti Equsana áhugamannadeildar Spretts og munu sérfræðingar lýsa viðburðinum. Útsendingin hefst kl.18:00 á forkeppni í tölti. Úrslit í tölti fara fram kl.20:30. Fyrir þá sem eru ekki áskrifendur verður hægt að kaupa útsendinguna staka í myndlyklum Símans og Vodafone. Í myndlykli Símans er farið í „viðburði“ og þar er efst „Equsana deildin“. Viðburðurinn kostar 2000kr.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
18:00 - 20:00 Forkeppni í tölti
20:00 - 20:30 Hlé
20:30 – 22:00 A úrslit í tölti
Verðlaunaafhending A úrslit í tölti
Verðlaunaafhending stigahæsta liðið í tölti
Vinsælasti knapinn
Skemmtilegasta liðið
Þjálfari ársins
Stigahæstu lið ársins - 3 efstu liðin
Stigahæstu knapar ársins - 3 efstu knaparnir