Kæru Sprettarar.
Það vantar spýtur, það vantar sög.....
Nú leitum við til félagsmanna sem vilja leggja hönd á plóg við verkefni sem eru framundan og skrá sig í nýja nefnd, framkvæmdanefnd.
Við leitum til allra sem geta smíðað, rafsoðið, mokað og hrært o.s.frv, allt það sem þarf að gera í svona framkvæmdum, margar hendur vinna létt verk og allir eru að sjálfsögðu velkomnir.
Við stefnum á að hittast nk mánudag og skipuleggja það sem við erum að fara að gera.
Nú ætlum við að fara að taka niður hringgerðið sem er neðst í Heimsenda og færa það á nýjan stað, setja upp ný gerði þar á svæðinu, bæði 20x40 gerði og nýtt hringgerði.
Við ætlum að setja upp nýtt hringgerði í vesturhluta hverfisins, hjá stóra gerðinu, laga stóra gerðið, bæta möl og skipta út ónýtu timbri.
Við ætlum að setja upp gerði sem kom úr gamla Gusti, það gerði kemur sunnan við bílastæðið hjá Samskipahöllinni, einnig stefnum við á að setja hringgerðið sem er nú neðst í Heimsenda þar.
Þeir/þær sem vilja leggja hönd á plóg eru beðin um að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í Lilju í síma 620-4500 og skrá sig í þessa nýju nefnd.