Rekstarhringurinn er fyrir skuldlausa félagsmenn Spretts.
Rekið verður hringinn í kringum gamla vallarsvæðið á Kjóavöllum.
Þeir sem reka vestan megin frá í hverfinu reka úr stóragerðinu vestan við húsið hjá Ævari Erni.
Þeir sem reka austan megin fráí hverfinu reka frá beitarhólfi 28. með hlíðinni og inn á hringinn í kringum gamla vallarsvæðið.
Þeir sem ætla sér að nota þessa frábæru viðbót við þjáfun þurfa að sækja um aðgang í hóp á Facebook.
Þar verður hægt að óska eftir tímum og láta vita hvernær fólk vill reka svo fólk geti sameinast og hjálpast að.
Virka daga má reka milli kl 6 og 9 á morgnanna einnig um helgar.
Ekki er leyfilegt að reka stóðhesta.
Hámark í hverjum hóp eru 15 hross.
Hrossin eru á ábyrgð þess sem ákveður að fara með þau í rekstur.
Hér er tengill á hópinn á Facebook.
Þar sem sjá má reglur varðandi rekstarfyrirkomulag og umgegni á hringnum.
https://www.facebook.com/groups/839094933112998/?ref=br_tf&epa=SEARCH_BOX
Nefndin