Í samræmi við ákvörðun heilbrigðisráðherra um rýmkun á samkomuhaldi er tóku gildi á miðnætti í nótt hefur stjórn hmf. Spretts samþykkt eftirfarandi reglur um notkun reiðhalla félagsins um stundarsakir:
Iðkendur séu að hámarki 12 talsins í einu í Samskipahöllinni. Séu skilrúm (tjöld eða bönd) notuð í Samskipahöllinni mega einungis 4 iðkendur vera í hverju bili óháð fjölda iðkenda í hinum bilunum. Í Hattarvallahöllinni gildir að iðkendur mega að hámarki vera 4 talsins í einu.
Iðkendum ber að gæta þess að ávallt séu a.m.k. 2 metrar séu á milli þeirra. Gæta skal sérstakrar varúðar þegar farið er inn út úr höllunum.
Þegar svo háttar til að hámarksfjöldi iðkenda er við æfingar í hvorri höll fyrir sig ber hverjum og einum iðkanda að takmarka æfingatímann við 25 mínútur.
Gætið þess að þvo hendur og spritta áður en komið er til æfinga, sprittið handfang á taðskóflu þegar þrifið er og gætið þess ávallt að þvo hendur og spritta þegar komið er úr reiðhöll.
Stjórn hmf. Spretts hefur ákveðið þessa tilhögun til þess að freista þess að þurfa ekki að loka höllunum á meðan framangreint stig samkomubanns stjórnvalda varir. Það er á ábyrgð iðkenda að fara í einu og öllu eftir þessum reglum. Verði misbrestur þar á mun höllunum verða lokað án fyrirvara.
4. maí 2020
Stjórn hmf. Spretts“