Ágætu félagar.
Í vikunni verður hafist handa við að undirvinna og undirbúa uppsetningu á hringgerði ásamt stóru gerði 20x40 fyrir neðan neðstu húsin í Heimsenda( húsin nær Kórnum) en við eigum svæði þar. Tunnugerðið sem er á þessu svæði og hefur verið kvartað mikið yfir verður tekið og sett niður þar sem það hentar betur. Einnig verður sett upp nýtt hringgerði á vesturbakkanum v/hlið stóra gerðisins. Stóra gerðið þarf að laga og mun það verða gert.
Það er til gamalt gerði sem var í Gusti hér á árum áður en aldrei verið sett upp. Við erum búin að finna því stað við endann á bílaplaninu hjá Samskipahöllinni, sunnan megin, við endann á Hamraenda. Þetta er hugsað sem gestagerði en einnig sem vinnugerði þegar ekki er gestkvæmt.
Búið er að bæta við 15 nýjum beitarhólfum en öllum hólfunum verður úthlutað næstu daga. Einnig er búið að girða elsta völlinn en þar geta félagsmenn rekið spari hestana sína en nánara fyrirkomulag verður birt síðar. Fyrir nokkrum árum kom upp sú hugmynd að útbúa Trek braut á svæðinu við hlið elsta vallarins og við höfum það á stefnuskrá okkar að gera það. Rekstrarhringurinn er tilbúinn og hefur þegar verið tekinnn í notkun.
Farið verður í að ýta til jarðvegi og slétta þar sem þörf er á.
Ef félagsmenn eru með ábendingar þá endilega sendið á Lilju This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Það hafa margir lagt hönd á plóginn undanfarið við girðingavinnu en einnig var frábær þáttaka á hreinsunardeginum og ber að þakka það. Við munum örugglega leita til félagsmanna um aðstoð þegar farið verður í að setja gerðin upp og verður það auglýst síðar.
Bestu þakkir til Lilju Sig. sem hefur haldið utanum þetta með miklum sóma.
Fh. Stjórnar Hmf. Spretts
Sverrir Einarsson, formaður