Ágætu félagar.
Fyrir nokkru síðan hafði formaður Landsambands hestamanna (LH) samband við okkur og viðraði þá hugmynd að þar sem allt stefndi í að landsmótið í sumar LM 2020 á Hellu félli niður vegna Covid 19 hvort við værum til í að færa okkar mót frá 2022 til 2024. Mót yrði þá haldið árið 2022 á Hellu í stað þess sem frestað verður í sumar.
Við samþykktum þetta. Með þessu móti vildum við koma til móts við LH og LM 2020 sem hafa lagt mikla vinnu og fjármagn í undirbúning fyrir sumarið. Einnig teljum við að þetta henti okkur ágætlega þar sem mikil óvissa er í þjóðfélaginu nú um stundir þá geti hreinlega verið erfiðara að fá fjármagn á næstu misserum.
Við stefnum á að opna reiðhallirnar eftir 4. maí með þeim takmörkunum og reglum sem verða í gildi þá en munum gefna nánari útskýringar á því er þar að kemur. Mótahald fer af stað eftir 4. maí og þegar er búið að tímasetja vetrarleika og önnur mót verða væntanlega á áður auglýstum tíma.
Stefnt er að því að leggja vinnu í svæðið okkar í vor og sumar. Laga þarf gerði sem til staðar eru og bæta nýjum við, laga þarf girðingar og rekstrarhring, girða beitarhólf og hreinlega að taka til í kringum okkur.
Munum að hreinsunardagurinn er þriðjudaginn 21. apríl og við hvetjum sem flesta til að mæta. Komum út úr kaffistofunum og verum með!!
Munum að þetta er félag ALLRA félagsmanna.
Stjórn hmf. Spretts.