Þriðjudaginn 21.apríl nk verður umhverfisdagur Spretts 2020
Á þessum degi er lögð áhersla á að taka til utandyra, kringum húsin okkar og grjóthreinsa reiðgötur í næsta nágrenni við Sprettsvæðið.
Einnig ætlum við að laga bönd og staura meðfram reiðvegum okkar eftir því sem kostur er á.
Til dreifingar verða svartir ruslapokar frá bæjarfélögunum Garðabæ og Kópavogi ásamt áhöldum, hrífum og ruslatínum. Gámar verða staðsettir við Húsasmiðjuhöllina og Samskipahöllina og verða umsjónarmenn þar til taks og taka á móti rusli.
ATH. ekki verður tekið á móti rusli úr húsunum eins og t.d. heyi, almennu sorpi, byggingarúrgangi o.s.frv. – eigendur húsa losa sig við allt slíkt á eigin vegum.
Áformað er að hefjast handa klukkan 17:00.
Sprettarar hjálpumst að og tökum höndum saman þriðjudaginn 21. apríl við að gera glæsilegt hverfi enn glæsilegra.
Pizza og drykkir bíða betri tíma.
Pössum tveggja metra línuna.
Umhverfisnefndin