Reiðskólinn Hestalíf auglýsir eftirfarandi námskeið sem í boði verða sumarið 2019.
15. - 19. júní. Heilsdagsnámskeið.
22. - 26. júní. Heilsdagsnámskeið.
29.júní - 3.júlí. Hálfsdagsnámskeið. Námskeið í boði bæði fyrir og eftir hádegi.
6. - 10. júlí. Heilsdagsnámskeið.
13. - 17. júlí. Heilsdagsnámskeið.
Reiðskólinn Hestalíf leggur áherslu á reiðkennslu og útreiðar á námskeiðum sínum. Á hverju námskeiði fyrir sig verður skipt eftir getu í hópa. Reiðskólinn er frekar smár í sniðum, með fáa nemendur á hverju námskeiði þar sem hver og einn fær að njóta sín. Reiðskólinn er starfræktur á félagssvæði Spretts, Dreyravöllum 1. Kennarar eru Erla Guðný og Þórdís Anna Gylfadætur. Í boði eru hálfsdags (kl.9-12) og heilsdags (kl.9-16) vikulöng námskeið fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára. Á heilsdagsnámskeiðum fara nemendur á hestbak bæði fyrir og eftir hádegi. Á hverju námskeiði eru eingöngu 12-14 pláss í boði.
Hestar, reiðtygi, hjálmar og léttur hádegisverður/hressing er innifalið í verði.
Verð fyrir heilsdagsnámskeið 45.000 kr.
Verð fyrir hálfsdagsnámskeið 24.000 kr.
Bókanir fara fram á tölvupóstfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nánari upplýsingar í síma 868-7432 (Þórdís) og 862-3646 (Erla).