Ágætu Sprettar.
Það eru ótrúlegir tímar hjá okkur nú þegar páskahátíðin gengur í garð. Öll okkar starfsemi liggur niðri, reiðhallirnar lokaðar, veislusalurinn sömuleiðis og engir aðrir viðburðir í gangi frekar en annarstaðar í þjóðfélaginu. Það er ljóst að við lendum í töluverðu tekjutapi vegna þessa en erum þegar byrjuð að bregðast við því.
Við munum bíða átekta og stefnum á að fara af stað með okkar viðburði um leið og yfirvöld gefa grænt ljós á það. Vonandi er vorið að bresta á og við hestamenn getum skemmt okkur við útreiðar um hátiðarnar.
Aðalatriðið er þó að fólk haldi heilsu og komi heilt úr þessum ósköpum sem yfir þjóðina dynur. Þetta eru erfiðir tímar en verum góð og tillitsöm við hvort annað.
Gleðilega páska og hlýðum Víði.
Sverrir Einarsson,
Formaður hmf. Spretts