Ágætu Sprettarar.
Í ljósi þess að samkomubann hefur verið sett á næstu 4 vikurnar þá hefur öllum keppnum og sýningum á vegum Spretts verið frestað þar til ástandið skýrist.
Dymbilvikusýning, vetrarleikum, Blue Lagoon mótinu og síðustu keppni í áhugamannadeildinni ásamt bingókvöldunum. Stefnt verður á að töltið í áhugamannadeildinni verði um 20. apríl og einnig eru fyrirhuguð kvenna og karlatölt á svipuðum tíma.
Tíminn mun leiða í ljós hvernig þessi mál þróast og hvort þurfi að fresta þessu ennfrekar en við í stjórninni fylgjumst grannt með hvað yfirvöld ráðleggja hverju sinni og fylgjum því í hvívetna.
Förum varlega og pössum uppá hvort annað á þessum tímum.
Kv. Sverrir Einarsson,
Formaður.