Ágætu Sprettarar.
Þann 1.feb síðastliðinn hætti Maggi Ben. sem framkvæmdastjóri hjá okkur í Spretti og ég tók við hans starfi að hluta. Ég hlakka til að vinna með ykkur, margt skemmtilegt á döfunni hjá Spretti.
Til þess að fá reiðhallarlykla bið ég ykkur um að senda mér tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og mun ég reyna að afgreiða þá sem fyrst fyrir hvern og einn. Munið að hver lykill gildir fyrir þann sem er skráður fyrir lyklinum, ekki fjölskyldur eða félaga sem eru saman í hesthúsum.
Til þess að panta einkatíma í reiðhöllum Spretts bið ég ykkur líka um að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og þar er gott að fá nafn og kt greiðanda/liðs ef við á og auðvita hvaða tímasetningu þið hafi í huga.
Ég hef hugsað mér að vera með fasta viðveru tíma í austurenda Samskipahallarinnar (gengið inn á gafli reiðhallarinnar) á þriðjudögum kl 17:00-19:00 og fimmtudögu frá kl 9:30-10:30.
Ef þið þurfið að ná í mig í síma þá er númerið mitt 620-4500
Fljótlega verður sett upp nýtt grindverk í austur enda reiðsalarins í Samskipahöllinni, með því vonumst við til að minnka slysahættu þegar fólk gengur út um gönguhurðina úr andyrinu og einfaldara líka fyrir fólk sem fylgir td keppendum eða eru að fara og fylgjast með nemendum til að komast á áhorfendapallana. Auðvitað þurfum við samt að ganga um þessa hurð með varúð, til stendur að setja glugga í hana.
Munum að sýna hvort öðru tillit og kurteisi í hvívetna.
Sprettur stækkar og dafnar með hverju árinu og það gaman að fá að taka þátt í þeirri þróun.
Kv Lilja Sigurðardóttir.