Fyrstu vetrarleikar Spretts og Frumherja 2020 fara fram sunnudaginn 16. febrúar kl.13:00 og
verða þeir haldir í Samskipahöllinni.
Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum flokkum í þessari röð:
Pollar (9 ára og yngri) – teymdir
Pollar (9 ára og yngri) – ríða sjálfir
Börn minna keppnisvön (10-13 ára)
Börn (10-13 ára)
Unglingar (14-17 ára)
Ungmenni (18-21 árs)
Konur II - minna keppnisvanar
Karlar II - minna keppnisvanir
Heldri menn og konur (60 ára +)
Konur I - meira keppnisvanar
Karlar I - meira keppnisvanir
Opinn flokkur (karlar og konur)
Pollar ríða sjálfir og börn minna keppnisvön ríða fegurðartölt
Allir aðrir flokkar ríða hægt tölt og fegurðartölt (frjálsa ferð)
Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka.
Nefndin áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra.
Vetrarleikarnir verða þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.
1.sæti gefur 10 stig
2.sæti gefur 8 stig
3.sæti gefur 6 stig
4.sæti gefur 4 stig
5.sæti gefur 2 stig
1 stig fæst fyrir allla þá sem taka þátt
Skráningargjöld eru eftirfarandi: pollar frítt, börn 500 kr, unglingar 1000 kr og aðrir flokkar 1500 kr.
Skráning fer fram á milli 11 og 12 á mótsdag .Verðlaunaafhending og vöfflukaffi verður í veislusal Spretts að lokinni keppni í öllum flokkum.
Vonumst til að sjá sem flesta sunnudaginn 16. febrúar.