Í kvöld fimmtudag 13.feb eftir kl 20:00 verður hægt að setja kerrur inn í Húsasmiðjuhöllina vegna slæmrar veðurspár í nótt og á morgun föstudag 14.feb.
Eigendur eru beðnir um að taka kerrurnar aftur út úr höllinni fyrir kl 18:00 föstudaginn 14.feb. Hallirnar okkar eru þétt bókaðar og því mikilvægt að allir hjálpist að.
Mikilvægt að huga að öllum lausamunum í kringum hesthúsin okkar.
Einnig er hægt að leggja kerrum í skjóli við norður hlið Samskipahallarinnar en þó verður að gæta þess að loka ekki fyrir innganga í reiðhöllina þ.e.a.s hurðir 1, 2 og 3. Nýlega hefur gólfið i Samskipahöllinni verið tekið í gegn og miklum fjármunum eytt í það til að gera það mýkra og betra og því viljum við halda því gólfi sem bestu.
Vil benda öllum á að morgungjafir gætu tafist í fyrramálið þar sem veðrið á að vera hvað verst þá, ekki hægt að ætlast til þess að gjafafólk verði á ferðinni.
https://www.vedur.is/vidvaranir