Susanne Braun er okkur mörgum góðkunn, hún hefur sérhæft sig í nuddi og hnykkingum á hestum og nú ætlar hún að kynna fyrir okkur notagildi og grunn aðferðir sem við getum notað fyrir hestana okkar svo þeim líði nú sem best.
Susanne byrjar á fyrirlestri og sýnir okkur myndir af byggingu hestsins og síðan verður verklegt þar sem þáttakendum gefst færi á að læra og prufa á sínum hestum ýmsar grunn aðferðir til að nudda og hnykkja hestana sína.
Þáttakendur sem vilja taka hesta með sér eru beðnir um að taka ekki spennta eða órólega hesta með sér, né lítið tamda.
Fyrirlesturinn verður í gamla félagsheimili Andvara og verklegi hlutinn í reiðhöllinni Hamraenda.
3. feb kl 18. Verð 3500pr mann. Hámark 10 manns.
Skráning fer fram í gegnum
http://skraning.sportfengur.com/Fræðlsunefnd.