Það er mikill hugur í hópi Sprettara sem eru í Mótanefnd Spretts 2020. Undanfarin ár hefur eiginleg mótanefnd ekki verið formlega að störfum en öflugar nefndir komið að okkar gróskumikla keppnishaldi.
Við erum með til dæmis með Kvennatöltsnefnd, Karlatöltsnefnd, Firmakeppnisnefnd, Metamótsnefnd og Áhugamannadeildarnefnd auk þess sem við höfum haldið risastór íþróttamót og gæðingamót.
Þessar deildir ásamt fjölda sjálfboðaliða halda á hverju ári mjög flott mót sem eru um leið ómetanlegar fjáröflunarleiðir félagsins.
Mótanefnd Spretts 2020 mun halda utanum um Vetraleika, Þrígangsmót, Blue Lagoon deildina, Íþróttamót og gæðingamót/úrtökumót ársins.
Verkefnin eru ærin en því mun skemmtilegri enda mikið framundan í mótahaldi félagsins og svo má ekki gleyma að framundan er Landsmóts sumar.
Formlega í nefndinni eru:
Linda Gunnlaugsdóttir
Arnhildur Halldórsdóttir
Valdimar Ómarsson
Ásgerður Gissurardóttir
Brynja Viðarsdóttir
Erla Magnúsdóttir
Katla Gísladóttir
Jonni Guðmundsson
Halli Victors
Sigriður Eiríksdóttir
Hrafnhildur Pálsdóttir
Rúnar Freyr Rúnarsson
Oddný Erlendsdóttir
Ásrún Óladóttir
Við ríðum á vaðið með fyrstu keppni í Blue Lagoon þann 7 febrúar og svo eru fyrstu vetrarleikar þann 16 febrúar.
Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að vera með okkur í nefndinni að hafa samband við mig (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða þá sem þið kannist við eða þekkið sem eru á nafnalistanum hér fyrir ofan. Við þurfum einnig á að halda okkar frábæru sjálfboðaliðum sem taka þá þátt í störfum í kringum mótin.
Okkur hlakkar mikið til keppnisársins 2020 með ykkur kæru Sprettsfélagar