Reiðveganefnd Spretts bendir á að götur í gamla Andvarahverfinu eru jafntfram reiðvegir þ.e. Hattarvellir, Andvaravellir, Blesavellir, Dreyravellir og Fluguvellir. Það bar við í morgun snemma að einhver óþekktur aðili tók sig til og ruddi eða mokaði þessar götur sem ber að fagna. En sá hinn sami gat látið það vera að salta göturnar í leiðinni þannig að þær eru nú einn saltpækill. Göturnar eru miklu hálli en ella bæði fyrir hross og þá sem þurfa að fara gangandi um hverfið auk þess sem það er ekki hrossunum hollt að vaða pækilinn.
Sá sem ber ábyrgð á þessu ástandi er vinsamlega beðinn um að láta það vera að salta þessar og aðrar reiðgötur framvegis.
f.h. Reiðveganefndar Spretts
Halldór H. Halldórsson