Kæru Sprettarar.
Undanfarið hef ég fengið nokkrar ábendingar/kvartanir um ýmislegt sem betur mætti fara. Ég vil koma því á framfæri því það er okkur öllum til hagsbóta.
Kvartað yfir lausagöngu hunda, illa frégengnum heyrúllum/böggum við hesthús og kerrum sem þar eru en ættu að sjálfsögðu að vera á kerrustæðum.
Það er alveg klárt að þetta geta verið slysagildrur og nú þegar hafa slys orðið við þessar aðstæður.
Einnig hefur verið bent á að umgengni mætti vera betri í reiðhöllunum okkar og fólk misduglegt að hreinsa upp skít eftir hrossin sín.
Allar ábendingar eru vel þegnar og við ætlum að hitta öryggisnefndina okkar sem allra fyrst en nokkrar slysagildrur eru á svæðinu okkar og etv í reiðhöllinni sem þarf að laga.
Munum að hrossin sem við sitjum á eru flóttadýr og tökum tillit til hvors annars.
Kv. Sverrir, formaður