Kæru Sprettarar.
Nú þegar líður að jólum og áramótum þá staldrar maður við og hugsar það sem gerst hefur á líðandi ári og og hvað nýtt ár ber í skauti sér. Ég var kjörinn formaður Spretts í nóv sl og ný andlit komu í stjórn félagsins ásamt fleirum sem fyrir voru. Við höfum þegar hafið störf við að skipuleggja okkur fyrir komandi ár en mikið er á döfinni.
Dagskrá félagsins er þétt setin og margir viðburðir framundan en móta og námskeiðahald er í frábærum málum hjá okkur. Þökk sé þeim nefndum sem að þeim koma sem og öðrum nefndum sem vinna frábært starf ásamt framkvæmdastjóra félagsins.
Við sem erum í forsvari fyrir félagið munum kappkosta við að þjóna félagsmönnum og félaginu okkar í hvívetna. Við erum fólk sem gefum kost á okkur til þess og ég fer fram á það við félagsmenn að þeir komi til móts við okkur og leiti til okkar með bæði góða hluti sem og það sem má betur fara. Við stefnum að því að vera í góðu sambandi við félagsmenn og munum halda nefndar/félags kvöld fljótlega í janúar þar sem hvetjum alla þá sem vilja leggja félaginu lið að koma og tjá sig.
Það eru mörg mál sem við erum að vinna í og munum upplýsa félagsmenn um það sem er á döfinni þegar það liggur fyrir.
Munum að þetta er ekki félagið mitt né þitt heldur okkar.
Bestu jóla og nýjársóskir.
Fh. Stjórnar og framkvæmdastjóra Spretts,
Sverrir Einarsson, formaður.