Sprettsfélagar eru hvattir til að taka þátt í eftirfarandi sýningaratriðum á opnunarhátíð Sprettshallarinnar 1 febrúar nk.:
1. Hópreið.
Óskað er eftir hestafólki á öllum aldri til að taka þátt í hópreið sem verður leidd af Fánaberum. Allir sem hafa áhuga á því að taka þátt vinsamlegast koma í félagsheimili Spretts, Kjóavöllum, þriðjudaginn 21 janúar nk. milli kl.19 og 20.
Frekari upplýsingar gefur Ragga Sam í síma 899-8211
2. Æskan og hesturinn.
Óskað er eftir börnum og unglingum til að leika listir sínar á hestum. Allir sem hafa áhuga á því að vera með vinsamlegst hafa samband sem fyrst við Jón Ó. Guðmundsson síma 896-8707
3. Glæsihestar.
Óskað er eftir gæðingum frá félagsmönnum til að taka þátt í opnunarhátíðinni. Úrtaka fer fram mánudaginn 20. janúar nk. kl.21 í reiðhöllinni á Kjóavöllum.
Frekari upplýsingar gefur Ríkharður Flemming í síma 896-1066