Aðalfundur Spretts fór fram fimmtudagskvöldið 14.nóv í veislusal reiðhallarinnar.
Góð mæting var á fundinn og jákvæð stemming meðal fundarmanna í málefnalegum umræðum.
Stjórn fór yfir helstu verkefni liðins árs og reikningar voru lagðir fram en félagið var rekið með rúmlega níu milljóna króna hagnaði sl. rekstrarár.
Í stjórn voru kjörin Gréta Guðmundsdóttir, Pétur Örn Sverrisson og Snorri Garðarsson og nýr formaður var kjörinn Sverrir Einarsson.
Mörg spennandi verkefni eru framundan og ber þar hæst Landsmót 2022, auk þess sem kynntar voru t.d. spennandi hugmyndir er lúta að nýliðun og barna- og unglingastarfi.
Fráfarandi formanni og stjórnarmönnum voru þökkuð góð störf sem og framkvæmdastjóra félagsins sem hyggur á önnur mið og lætur af störfum á nýju ári.