Stjórn Spretts og framkvæmdarstjóri óskar eftir upplýsingum um árangur Sprettara á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2019. Samþykkt var á fundi stjórnar nýverið að breyta fyrirkomulagi á verðlaunaúthlutun og aldri þeirra sem til greina koma. Knapar í ungmennaflokki koma nú einnig til greina sem íþróttamaður Spretts og einnig var ákveðið að verðlauna áhugamenn sérstaklega.
Árangursupplýsingar eiga að sendast til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í world skjali fyrir sunnudaginn 17. Nóvember.
Stjórn hestamannafélagsins Spretts hefur samþykkt að öll WR mót eru tekin með í útreikninga eins og sjá má í töflu hér að neðan.
Haldin verður uppskeruhátið barna, unglinga og ungmenna í janúar 2020.
Verðlaun fyrir Íþróttakarl og Íþróttakonu Spretts verða veitt á Árshátíð félagsins laugardagskvöldið 23. nóvember.
Við hvetjum knapa að senda inn upplýsingar um keppnisárangur.
Eftirfarandi verðlaun verða veitt:
Íþróttakarl Spretts – atvinnumaður
Íþróttakarl Spretts – áhugamaður
Íþróttakona Spretts – atvinnumaður
Íþróttakona Spretts - áhugamaður
Eftirtalin mót gefa stig:
Landsmót, Heimsmeistarmót, Íslandsmót , Norðurlandamót, öll WR mót, Gæðingakeppni Spretts og Íþróttakeppni Spretts. Horft verður einnig til árangurs við sýningu kynbótahrossa.
Íþróttamót Spretts, hver grein gefur stig.
1. sæti | 2. sæti | 3. sæti | 4. sæti | 5. sæti | 6. sæti | 7. sæti |
8. sæti |
9. sæti | 10. sæti |
20 | 15 | 10 | 9 | 8 | 7 | 6 | 5 | 4 | 3 |
Gæðingamót Spretts
1. sæti | 2. sæti | 3. sæti | 4. sæti | 5. sæti | 6. sæti | 7. sæti | 8. sæti | 9. sæti |
10. sæti |
40 | 35 | 30 | 25 | 20 | 15 | 10 | 5 | 4 | 3 |
Íslandsmót og Norðurlandamót
1. sæti | 2. sæti | 3. sæti | 4. sæti | 5. sæti | 6. sæti | 7. sæti | 8. sæti | 9. sæti |
10. sæti |
40 | 35 | 30 | 25 | 20 | 15 | 10 | 5 | 4 | 3 |
Áhugamannamót Íslands
1. sæti | 2. sæti | 3. sæti | 4. sæti | 5. sæti | 6. sæti | 7. sæti | 8. sæti | 9. sæti |
10. sæti |
40 | 35 | 30 | 25 | 20 | 15 | 10 | 5 | 4 | 3 |
Reykjavíkurmeistaramót og önnur WR mót
1. sæti | 2. sæti | 3. sæti | 4. sæti | 5. sæti | 6. sæti | 7. sæti | 8. sæti | 9. sæti |
10. sæti |
40 | 35 | 30 | 25 | 20 | 15 | 10 | 5 | 4 | 3 |
Skeiðgreinar
1. sæti | 2. sæti | 3. sæti | 4. sæti |
5. sæti |
40 | 35 | 30 | 25 | 20 |
Fyrir skeið gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti en bara fyrir 5 efstu sætin.