Sirksusnámskeið, smelluþjálfun, "The seven games"
Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari verður með “klikker námskeið” eða smellunámskeið, þar sem hesturinn er þjálfaður með hljóðmerkjum. Þetta er stutt og skemmtilegt námskeið þar sem þú mætir með hesitnn þinn, þú getur kennt þínum hesti hvað sem er með þessari aðferð.
Hestar eru greind dýr. Þeir eru fúsir til að læra og fúsir til að þóknast. Til að búa til þessa galdra notum við litla plast smellu. Smellan gerir áberandi hljóð þegar þú smellir á hana. Hún segir hestinum þínum "Já, þetta er það sem ég vil að þú gerir." Það lofar honum verðlaun fyrir vel unnin störf.
Smellan virkar eins og að smella á myndavél, smella nákvæmlega á þeirri stundu sem hann hefur gert það sem þú vilt.
Hvað er hægt að kenna með klikker? Allt sem þú vilt!
Hestar eru aldrei of ungir eða of gamlir til að læra smellu þjálfun. Allir geta búið til klikker Super Star!
http://www.youtube.com/watch?v=1J5StnRJAfY
Einnig ætlar Ragnheiður svo að vera með “The seven games Parelli”
Með þessari aðferð vinnur þú þér inn virðingu hestins í gegnum sjö leiki og skerpir á leiðtogahlutverki mannsins.
Þessu blandar Ragnheiður saman í "sirkus" kennslu og allir ættu að geta haft gaman af.
http://www.youtube.com/watch?v=xMpweMV31o0&feature=related
Skráning fer fram í gegnum
http://skraning.sportfengur.com/
Kennt verður á sunnudögum frá kl:14 í Sprettshöllinni
6 skipti
Verð fyrir 18 ára og yngri 7500kr
Verð fyrir fullorðna 10.500kr
Fræðslunefnd