Frá framkvæmdastjóra og stjórn
Árið 2019 var viðburðarríkt á félagssvæði Spretts. Mikill fjöldi félagsmanna stundaði útreiðar af kappi og sí fleiri eru farnir að vera með hesta á húsi fleiri mánuði á ári en var. Námskeiðahald var í miklum blóma og umtalsverð eftirpurn eftir ýmsum námskeiðum fyrir þann breiða hóp sem stundar hestamennsku í félaginu. Mótahald gekk að óskum og var lokahnykkurinn fyrstu helgina í september þegar Metamót Spetts var haldið. Skráningar aldrei fleiri og góð stemning. Þetta er eitt allra síðast mótið sem haldið er að hausti hjá hestamannafélögunum á landinu. Alla jafna sækir mótið fjöldinn allur af knöpum úr öðrum félögum og hestakostur góður. Sú var einnig raunin í á eins og endranær. Nú er komið að haustverkum og undirbúningi fyrir komandi ár.
Námskeiðahald
Á heimasíðu Spretts má sjá fjöldan allan af námskeiðum sem félagsmönnum býðst nú á haustmánuðum. Þetta eru námskeið fyrir unga sem aldna á ýmsum stigum. Nánar má sjá það á heimasíðu félagsins. http://sprettarar.is/
Þrif á reiðhöllum
Búið er að þrífa Hattavallarhöllina hátt og lágt og reiðsvæði Samskipahallarinnar. Við viljum þakka þeim félagsmönnum sem nýta sér hallirnar fyrir að hjálpa okkur að halda þeim hreinum og hreinsa eftir sig af gólfum.
Tjöld í Samskipahöllinni
Á næstunni verða tjöldin sem skipta reiðsvæði í Samskipahöllinni fjarlægð. Töluverð óþægindi og slysahætta hefur skapast af þessum tjöldum og því verða settar upp skiptingar á reiðsvæði með einfaldari og öruggari hætti þegar kennsla fer fram.
Vökvunarkerfi í Samskipahöll
Vökvunarkerfi í Samskipahöllinni hefur verið ófullnægjand fram til þessa og hefur því verið tekin ákvörðun um að kaupa nýtt vökvunarkerfi sem á eftir að bæta reiðsvæði og ekki síst loftgæði til muna. Áætlað er að uppsetning verði um mánaðarmót október/nóvember. Samhliða því verður Samskipahöllin lokuð í nokkra daga og verður það auglýst síðar.
Aðgangssýring að reiðhöllum
Almennir lyklar að reiðhöllum verða afgreiddir með sama hætti og síðasta vetur, þ.e. senda skal tölvupóst um This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Hægt er að kaupa 3, 6 eða 9 mánuði sem kosta 9.000 kr., 12.000 kr. og 18.000 kr. Opnunartími á reiðhöllum er frá kl. 14-23. Biðjum við notendur að virða ljósakerfi hallanna, reynt er eftir fremsta megni að hafa það rétt uppfært.
Ljósastaurar
Unnið er að bættri lýsingu á reiðleiðum félagsins við Markarveg og Hamraenda að Magnúsarlundi. Þá verður “hringurinn” að fullu orðinn upplýstur. Áætluð verklok eru um mánaðarmót október/nóvember.
Hringgerði
Stefnt er að uppsetningu á nýju hringgerði vestanmegin í hverfinu í svipuðum stað og hringgerðið sem var fjarlægt í vor.
Sviðaveisla Spetts
Þann 06. nóvember verður haldin sviðaveisla í veislusal Spretts, Arnarfelli. Veislan er opin öllum og félagsmenn hvattir til að mæta og taka með sér þá sem hafa gaman af því að halda í gamlar og góðar hefðir. Viðburðurinn verður kynntur síðar á heimasíðu félagsins.
Ógreidd félagsgjöld
Töluvert er enn um ógreidd félagsgjöld og biðlum við til félagsmanna sem eru að nýta sér svæðið að greiða félagsgjöldin. Félagsgjöld eru nauðsynleg félaginu til að halda úti þjónustu eins og viðhaldi reiðvega, snjómostri og s.frv.
Áttu gamlar rúllur á svæðinu ?
Á rúllusvæði félagsins eru nokkrar illa frágengnar og gataðar rúllur. Það yrði mikið til bóta ef ónýtum rúllum yrði fargað sem fyrst, nú þegar frumtamningar eru víðsvegar á svæðinu getur stafað slysahætta af illa frágengum rúllum og fjúkandi plasti.
Kerrustæði skipulagt
Í samráði við Kópavogsbæ á að koma betra lag á kerrustæðið á svæðinu. Að beiðni Kópavogsbæjar eru hestamenn beðnir um að fjarlæga allt dót af svæðinu sem þar á ekki heima, þetta svæði er aðeins fyrir hestakerrur.
Sprettur mun auglýsa á næstu vikum þegar félagsmenn verða beðnir um að færa hestakerrur tímabundið af kerrustæðinu á meðan það verður lagfært og í framhaldi af því er er fyrirhugað að setja upp hlið til að loka svæðinu og eingöngu félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld fá aðgang að svæðinu fyrir hestakerrur.
Vissir þú að ?
Inná kortasjá Landssambands hestamannafélaga er hægt að sjá
merktar reiðleiðir um allt land og mæla út lend vega. http://map.is/lh/