Mótanefnd hefur ákveðið að framlengja skráningarfrest á opið íþróttamót Spretts en skráning er opin til miðnættis í dag, mánudaginn 13. maí.
Þar að auki hefur verið ákveðið að bæta við greinum í meistaraflokki og bjóða uppá T3, V2 og F2 í meistaraflokki.
Þeir knapar sem eru nú þegar búnir að skrá sig en vilja breyta skráningu og skrá í þessar greinar geta haft samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þátttaka.
Boðið verður uppá eftirfarandi flokka og keppnisgreinar:
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 – Fjórgangur V5 – Tölt T3 – Tölt T7
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2
2. flokkur: Fjórgangur V2 – Fjórgangur V5 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Tölt T7 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2
1. flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2
Meistaraflokkur: Fjórgangur V1 & V2 – Fimmgangur F1 & F2 – Tölt T1 & T3 – Tölt T2 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2
Skráningagjöld eru eftirfarandi:
Barnaflokkur og unglingaflokkur: 4500 kr.
Ungmennaflokkur, 2. flokkur, 1. flokkur og meistaraflokkur: 5500 kr.
Ef þið lendið í vandræðum við skráningu þá vinsamlegast sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..