Aðalfundur Kvennadeildar Spretts var haldinn þann 15.03.2019 í Samskipahöllinni
Nafnabreyting var gerð á félaginu - Kvennadeild heitir nú Sprettskonur
Fundurinn hófst kl. 18.00. Á dagskrá voru eftirfarandivenjulega aðalfundarstörf:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Gjaldkeri kynnir reikninga. Formaður kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Önnur mál.
Gengið var til fundar og var Jóhanna Elka Geirsdóttir kosin fundarstjóri og Anna Rós Bergsdóttir fundarritari. Formaður kvennadeildar Spretts Kristbjörg Hjaltadóttir bauð gesti velkomna og kynnti fundarstjóra sem tók við fundinum.Kynntur var ársreikningur félagsins og ársskýrsla var lesin upp. Fundarmenn samþykktu ársreikninginn einróma. Þá vorulagabreytingar næstar á dagskrá. Fyrir lágu tvær tillögur að lagabreytingum. Önnur var breytinga á nafni félagsins úr Kvennadeild Spretts í Sprettskonur og var hún samþykkt einróma. Hin óskin um breytingu á lögum snéri að breytingu á 2. gr. laga félagsins sem var: Markmið félagsins er að efla samstöðu og samvinnu kvenna í Spretti, einkum með því að standa fyrir fræðslu, skemmtanahaldi og fjáröflun. Eftir breytinguna sem samþykkt var einróma, hljómar önnur grein laganna sem hér segir: Markmið félags Sprettskvenna eru að:
Fjáröflun Sprettskvenna í framtíðinni miðar að því að leggja lið við að ná ofangreindum markmiðum. Þannig telja Sprettskonur að þær styrki best hestamannafélagið Sprett. Því ekkert er íþróttafélagi verðmætara en öflugt og gott félagsstarfsem miðar að því að gera félagsmenn færari í sinni íþróttagrein.
Allar konur sem greiða félagsgjöld til Spretts verða sjálfkrafa meðlimir í Sprettskonum. Þeim er síðan í sjálfsvald sett hversu mikinn þátt þær vilja taka í að leggja markmiðum Sprettskvenna lið. En stjórn Sprettskvenna býður allar konur í Spretti velkomnar til starfa og trúir því að þær vilji koma að félagsstarfinu á einn eða anna hátt.
Þá var komið að kosningu stjórnar. Þrír stjórnarmenn gengu úr stjórn. Það voru: Guðrún Elín Guðlaugsdóttir, Dagný Egilsdóttir og Anna Rós Bergsdóttir. Eru þeim þökkuð vel unnin störf fyrir kvennadeild Spretts. Í stjórn sitja áfram: Erla Gerður Matthíasdóttir, Matthildur Kristjánsdóttir, Kristbjörg Hjaltadóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Nýir stjórnarmenn eru: Salóme Þórisdóttir, Ester Ármannsdóttir og Margrét Ásta Guðjónsdóttir. Eru þær boðnar hjartanlega velkomnar til starfa. Undir liðnum: Önnur mál, komu Sprettskonur með margar áhugaverðar uppástungur að verkefnum varðandi fræðslu, fjáröflun og skemmtun. Í framhaldi af nafnabreytingunni verður stofnuð ný Facebook síða undir nafninu „Sprettskonur“ sem verður vettvangur okkar Sprettskvenna. Þar getum við sett inn tillögur, upplýsingar um uppákomur og annað skemmtilegt og gagnlegt.
Að ársfundinum loknum var boðið upp á súpu, brauð, kaffi, osta og annað meðlæti ásamt víni og bjór. Eftir matinn hélt Svanhildur Hall fróðlegan fyrirlestur um fóðrun og hirðingu hesta. Voru Sprettskonur mjög áhugasamar og var mikið spurt. Eðli málsins samkvæmt stefna Sprettskonur að því að halda fleiri fræðslu- og skemmtifundi um hestatengd málefni.