Nú styttist óðum í hina árlegu Dymbilvikusýningu Spretts sem fram fer í Samskipahöllinni,
miðvikudaginn 17. Apríl, kvöldið fyrir Skírdag að venju.
Ræktunarhross skipa stóran sess á sýningunni líkt og undanfarin ár, en boðið verður upp á sýningar ræktunarbúa, úrvals hryssur og stóðhesta, ræktunarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Heiðraðir verða íþróttarknapar Spretts 2018 ásamt Landsmótssigurvegurum og Íslandsmeisturum 2018, ungir Sprettarar koma fram ásamt mörgu fleira spennandi.
Húsið opnar kl 18. Sýningin byrjar kl 20"Happy hour" á barnum milli 18 og 20Við minnum á hið vinsæla hlaðborð en að þessu sinni verður boðið uppá lambakótilettur í raspi að hætti Matthildar með öllu tilheyrandi.
Þannig að það er um að gera að mæta fyrr, njóta veitinga og horfa svo á frábæra sýningu.
Aðgangseyrir 1500kr fyrir 12 ára og eldri.Hér er slóð á viðburðinn
https://www.facebook.com/events/651506658632083