Hin árlega hrossakjötveisla Limsfélagsins verður haldin laugardaginn 11. Janúar 2014 í félagsheimili Fáks, Víðidal.
Ræðumaður kvöldsins verður hinn óborganlegi Reynir Hjartarson, þekktur sem Æjatolla Hryllingsfélagsins, en það félag hélt utan um eignarhald á gæðingnum Hrylling frá Vallanesi.
Matseðill:
Saltað og reykt hrossakjöt með gamla laginu
Hrossabjúgu/kartöflustappa (mús)
Kartöflur, uppstúf, rauðkál og grænar
Verð kr. 4.500 á mann
Forsala aðgöngumiða í Guðmundarstofu, félagsheimili Fáks miðvikudagskvöldið 8. janúar frá klukkan 20:00- 22:00. Nánari upplýsingar veitir Helgi sími: 698-8370.
Limsfélagið kynbótanefnd Fáks