Styttist í Kvennatöltið
Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz 2019 fer fram í Samskipahöllinni í Kópavogi laugardaginn 13. apríl nk. Að venju verður boðið upp á keppni í fjórum styrkleikaflokkum, 1. og 2. flokki, 3. flokki fyrir minna vanar og 4. flokki fyrir byrjendur. Keppendur, í 1., 2., og 3. flokki sýna hefðbundið T3 prógramm en byrjendur í 4. flokki sýna T7 prógramm.
Skráning hefst 31. mars nk. og fer fram í gegnum Sportfeng, skráningu lýkur svo á miðnætti 7. apríl. Samskipahöllin verður opin til æfinga 5. apríl kl. 17.30 -19.30 og 11.apríl kl. 16-21.
Mótið er opið og allar konur velkomnar að taka þátt. Að venju verður umgjörðin glæsileg og lögð áhersla á góða stemmingu þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi og allir eiga að geta fundið sér keppnisflokk við hæfi.
Allar nánari upplýsingar um flokkaskiptingu og annað er mótið varðar er að finna á Facebook þar sem stofnaður hefur verið viðburður undir nafni mótsins. Gott er að melda sig þar inn til að fylgjast með.
Hvetjum hestakonur til að taka daginn frá og vera með í þessu rótgróna og stórskemmtilega móti þar sem gleðin er við völd. Vegleg verðlaun að venju og glaðningur handa öllum þátttakendum.
Sjáumst í Samskipahöllinni 13. apríl nk.!