Kæru sjálfstæðismenn í Kópavogi.
Næstkomandi laugardag 16. mars verður opinn fundur með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Arnarfelli, veislusal Spretts í Samskipahöllinni, Hestheimum 14-16 og hefst hann kl. 10:00. Það athugist að um nýjan fundarstað er að ræða frá fyrri auglýsingum.
Fundurinn er haldinn í tengslum við hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem hófst í kjördæmaviku Alþingis. Að þessu sinni ákváðum við í þingflokknum að fara sem heild um land allt í stað þess að einungis þingmenn hvers kjördæmis fundi með kjósendum sínum. Með því viljum við undirstrika að þrátt fyrir að við séum kjörin á Alþingi hvert fyrir sitt kjördæmi þá eru við í raun og ekki síður þingmenn landsins alls.
Þessir fundir hafa heppnast einstaklega vel og við höfum átt gagnleg og skemmtileg samtöl við fólk vítt og breitt um landið. Á næstu vikum munum við klára það sem út af stendur í nokkrum styttri ferðum, en alls munum við heimsækja rúmlega 50 staði. Nú er röðin komin að Kópavogi.
Fundir okkar í hringferðinni eru óformlegri en oft áður. Lagt er upp með að allir þingmenn taki virkan þátt með spjalli við fundarmenn. Fundarmönnum gefst því gott tækifæri til að hitta þingmenn og ráðherra flokksins og ræða það sem skiptir máli – en þetta er einnig mikilvægt tækifæri okkar þingmanna til að hitta heimamenn og fá milliliðalaust að heyra hvað það er sem brennur mest á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi.
Dagskrá ferðarinnar í heild má finna hér. Á heimasíðu flokksins munum við einnig birta fréttir úr ferðinni sem og á samfélagsmiðlum.
Fundurinn er öllum opinn. Við vonum að þú sjáir þér fært að mæta, hvetjum þig til að taka aðra með þér á fundinn og hlökkum til að sjá þig.
Með flokkskveðju,
f.h. þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
Birgir Ármannsson
formaður þingflokks