Ákveðið hefur verið að framlengja skáningarfrestinn á Smyril Line Treck mót Blue Lagoon mótaraðarinnar. Skráningin hefur verið framlengd til kl. 20 fimmtudaginn 14.mars eða fram yfir opna æfingatímann.
Sömuleiðis minnum við á opna æfingatímann sem er frá kl. 17 – 20 á morgun, fimmtudag. Brautin verður sett upp í kvöld og gefst knöpum tækifæri á að æfa sig í brautinni á morgun en höllin er sem fyrr segir frátekin fyrir æfinga frá kl. 17 – 20.
Við bendum keppendum á að knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokki safna stigum í gegnum mótaröðina og verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapana í hverjum flokki.
Hér að neðan eru nánari upplýsingar um þrautirnar. Það eru mismunandi útfærslur eftir flokkum. Treck keppnin snýst ekki um tíma heldur fá knapar einkunn fyrir hverja æfingu sem gefa síðan heildareinkunn. Það er aftur á móti hámarkstími fyrir hverja þraut, 45 sek. Þar að auki er hámarkstími til að komast í gegnum alla brautina 4 mín. Falli knapi á tíma fær hann ekki einkunn fyrir viðkomandi æfingu. Falli knapi á tíma fyrir alla brautina fær hann ekki einkunn fyrir þær þrautir sem knapi á eftir. Knapi hefur að hámarki 3 tilraunir til að reyna við hverja þraut.
Pollar:
1. Riðið í kring um keilur - slöngulínur
2. Riðið í gegnum opið hlið
3. Færa prik á milli staða
4. Riðið fram hjá pallinum, pollar sleppa honum
5. Riðið inn í rennuna og hesturinn stoppaður þegar nefið á honum er komið alveg fremst, svo er haldið áfram
6. Riðið baug í kring um bekkinn
7. Riðið í gegnum S-ið án þess að koma við spýturnar
8. Riðið yfir brokkspýrur sem liggja á jörðinni
Börn
1. Riðið í kring um keilur - slöngulínur
2. Riðið í gegnum hlið (opna og loka hliði)
3. Færa prik á milli staða
4. Riðið upp á pallinn, þar er stoppað í 5 sek, svo er riðið niður af pallinum
5. Riðið inn í rennuna og hesturinn stoppaður þegar nefið á honum er komið alveg fremst og bakka út aftur
6. Stoppað við bekkinn, stigið af baki, bíða í 3 sek og fara upp á aftur
7. Riðið í gegnum S-ið án þess að koma við spýturnar
8. Riðið yfir hindranir
Unglingar
1. Riðið í kring um keilur - slöngulínur
2. Riðið í gegnum hlið (opna og loka hliði)
3. Færa prik á milli staða
4. Riðið upp á pallinn, þar er stoppað í 5 sek, svo er riðið niður af pallinum
5. Riðið inn í rennuna og hesturinn stoppaður þegar nefið á honum er komið alveg fremst og bakka út aftur
6. Stoppað við annan enda bekksins, stigið af baki, hesturinn teymdur á hinn endann og þar er stigið á bak aftur. Ef stigið er niður af bekknum telst þrautin ógild
7. Riðið í gegnum S-ið án þess að koma við spýturnar
8. Riðið yfir hindranir
Ungmenni
1. Riðið í kring um keilur - slöngulínur
2. Riðið í gegnum hlið (opna og loka hliði)
3. Færa prik á milli staða
4. Riðið upp á pallinn, þar er stoppað í 5 sek, svo er riðið niður af pallinum
5. Riðið inn í rennuna og hesturinn stoppaður þegar nefið á honum er komið alveg fremst og bakka út aftur
6. Stoppað við annan enda bekksins, stigið af baki, hesturinn teymdur á hinn endann og þar er stigið á bak aftur. Ef stigið er niður af bekknum telst þrautin ógild
7. Riðið í gegnum S-ið án þess að koma við spýturnar
8. Riðið yfir hindranir