Þá er komið að fjórða og síðasta mótinu í Blue Lagoon mótaröð Spretts, Smyril Line treck.
Mótið verður haldið föstudaginn 15. mars í Samskipahöllinni í Spretti en áætlað er að mótið hefjist kl. 17.30.
Eftirfarandi flokkar verða í boði:
Pollaflokkur (6 – 9 ára sem ríða sjálfir)
Barnaflokkur (10 – 13 ára)
Unglingaflokkur (14 – 17 ára)
Ungmennaflokkur (18 – 21 árs)
Efstu 6 knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokki ríða úrslit. Í pollaflokki eru ekki riðin úrslit en allir knapar fá viðurkenningu fyrir þátttökuna.
Skráningin fer fram í gegnum Sportfeng og eru skráningagjöld eru 2500 kr. per skráningu. Skráning er opin og lýkur kl. 19 miðvikudaginn 13. mars.
https://sportfengur.com/#/home
Við viljum benda á að knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokki safna stigum í gegnum mótaröðin og verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapana í hverjum flokki.
Hér að neðan eru nánari upplýsingar um þrautirnar. Það eru mismunandi útfærslur eftir flokkum. Treck brautin verður uppi allan fimmtudaginn og það er frátekinn æfingatími í reiðhöllinni frá kl. 17 – 20.
Pollar:
1. Riðið í kring um keilur - slöngulínur
2. Riðið í gegnum opið hlið
3. Færa prik á milli staða
4. Riðið fram hjá pallinum, pollar sleppa honum
5. Riðið inn í rennuna og hesturinn stoppaður þegar nefið á honum er komið alveg fremst, svo er haldið áfram
6. Riðið baug í kring um bekkinn
7. Riðið í gegnum S-ið án þess að koma við spýturnar
8. Riðið yfir brokkspýrur sem liggja á jörðinni
Börn
1. Riðið í kring um keilur - slöngulínur
2. Riðið í gegnum hlið (opna og loka hliði)
3. Færa prik á milli staða
4. Riðið upp á pallinn, þar er stoppað í 5 sek, svo er riðið niður af pallinum
5. Riðið inn í rennuna og hesturinn stoppaður þegar nefið á honum er komið alveg fremst og bakka út aftur
6. Stoppað við bekkinn, stigið af baki, bíða í 3 sek og fara upp á aftur
7. Riðið í gegnum S-ið án þess að koma við spýturnar
8. Riðið yfir hindranir
Unglingar
1. Riðið í kring um keilur - slöngulínur
2. Riðið í gegnum hlið (opna og loka hliði)
3. Færa prik á milli staða
4. Riðið upp á pallinn, þar er stoppað í 5 sek, svo er riðið niður af pallinum
5. Riðið inn í rennuna og hesturinn stoppaður þegar nefið á honum er komið alveg fremst og bakka út aftur
6. Stoppað við annan enda bekksins, stigið af baki, hesturinn teymdur á hinn endann og þar er stigið á bak aftur. Ef stigið er niður af bekknum telst þrautin ógild
7. Riðið í gegnum S-ið án þess að koma við spýturnar
8. Riðið yfir hindranir
Ungmenni
1. Riðið í kring um keilur - slöngulínur
2. Riðið í gegnum hlið (opna og loka hliði)
3. Færa prik á milli staða
4. Riðið upp á pallinn, þar er stoppað í 5 sek, svo er riðið niður af pallinum
5. Riðið inn í rennuna og hesturinn stoppaður þegar nefið á honum er komið alveg fremst og bakka út aftur
6. Stoppað við annan enda bekksins, stigið af baki, hesturinn teymdur á hinn endann og þar er stigið á bak aftur. Ef stigið er niður af bekknum telst þrautin ógild
7. Riðið í gegnum S-ið án þess að koma við spýturnar
8. Riðið yfir hindranir