Frá framkvæmdastjóra og stjórnDaginn er tekið að lengja og margir farnir að huga að vorinu. Mikið er um að vera á félagssvæði Spretts. Eins og fram hefur komið hefur námskeiðahald verið mikið í reiðhöllum en með hækkandi sól má sjá fleiri og fleiri leggja í lengri túra upp að Elliðavatn og uppí Heiðmörk. Reiðgötur niður að Elliðavatni og kringum vatnið eru góðar og margir eru farnir að nýta sér nýju reiðleiðina sem opnuð var síðasta haust, Grunnuvatnaleið. Þar er um að ræða tæplega 7 km hringur sem er skemmtileg viðbót við þær góðu reiðleiðir sem fyrir voru. Það er tillitsamt við skepnur og menn að teyma hægra megin við sig og ríða hægra megin í reiðgötum.
Opinn viðtalstími framkvæmdastjóraVið minnum á opinn tíma framkvæmdastjóra sem auglýstur var í fyrra fréttabréfi en Magnús Benediktsson tekur á móti gestum og gangandi á mánudögum og miðvikudögum frá k. 9-11. Magnús sér einnig um lykla að reiðhöllum. Sú nýbreyting sem farið var í um áramót að setja lyklakerfið upp með nýjum hætti hefur gefist vel. Hægt er einnig að leggja inn fyrirspurnir í gengum netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Samskipahölin og HattarvallahöllinHægt er að glöggva sig á opnum tímum í höllunum tveimur með því að fara á heimasíðu félagsins en þar er tafla. Mikið mótahald er í Samskipahöllinni út apríl og því gott að kíkja á töfluna til að sjá hvaða tímar eru lausir. Minnum á að Hattarvallahöllin er einnig opin skuldlausum félagsmönnum með aðgangslykla. Reynt er eftir fremsta megni að uppfæra töfluna þegar breytingar eru gerðar. Töfluna má sjá hér, birt með fyrirvara
http://sprettarar.is/reidholl-allir-vidburdirHelst á döfinni7. mars. Equsanadeildin, Slaktaumatölt og flugskeið
8. mars. Blue Lagoon deildin, Tölt.
9. mars. Laugardagsreiðtúr kl. 13:30
9. mars. Gæðingaleikar í Sprettshöllinni
15. mars Blue Lagoon mótaröðin, Treck
16. mars. Ræktunarferð Spretts
16. mars. Laugardagsreiðtúr kl. 13:30.
16. mars. Kórkvöld Sprettkórsins.
17. mars. Aðrir vetrarleikar Spretts í Samskipahöllinni.
Blue Lagoon mótaröðinSkráning er hafin á þriðja mótið í Blue Lagoon mótaröð Spretts, Logoflex Tölt. Mótið verður haldið föstudaginn 08. mars í Samskipahöllinni og verður boðið uppá keppni í eftirfarandi flokkum: Pollar, börn minna og meira vön, unglingar og ungmenni. Þetta er kjörið tækifæri til að æfa sig í keppni í tölti áður en mótin færast út í vor. Hvetjum alla til að koma á pallana og sjá þessa framtíðarknapa og er aðgangur ókeypis. Viku seinna er síðan keppt aftur og þá er það í Treck. Margir hafa reynt við betra orð á þessari keppnisgrein en hefur það ekki fests enn í sessi. Þetta er bráðskemmtileg þrautabraut þar sem reynir á færni knapa og þjálni hests.
Nýjar lóðirFormaður félagsins átti fund nýlega með bæjarstjóra Garðabæjar vegna lóðaúthlutunar á Kjóavöllum. Stjórn hefur lagt á það mikla áherslu að lóðaúthlutun fari að hefjast og er von um að það fari að styttast í það.
FélagsgjöldinInnheimta félagsgjalda hefur gengið vel, en félagsgjöldin 2019 voru send út undir lok síðasta árs. Enn eru nokkrir félagsmenn sem ekki hafa greitt félagsgjöldin og hvetjum við þá til þess að gera þau upp sem fyrst. Gjaldfrjálsir félagsmenn eru þeir sem fæddir eru 1952 og fyrr (heldri borgarar) og þeir sem fæddir eru 2002 og síðar (yngsta kynslóðin). Aðrir hestamenn á félagssvæðinu sem ekki hafa fengið greiðsluseðla vegna félagsgjalda eru ekki skráðir félagsmenn í Spretti og hverjum við þá til að þess að gerast félagsmenn og greiða félagsgjöld. Félagsgjöldin eru mikilvægar tekjur í rekstri félagsins en fyrir tilstuðlan þess hefur verið sköpuð sú aðstaða sem allir hestamenn á félagssvæðinu njóta.
Reiðleiðir í reiðhöllumBúið er að hengja upp spjöld í báðum reiðhöllum með umferðarreglum. Mælum með því að þeir sem nýta sér hallirnar kynni sér reglurnar. Þegar margt er um manninn getur skapast slysahætta ef ekki er rétt farið að.
Á döfinniÍ grænu töflunni hér að ofan eru settir upp þeir helstu viðburðir sem eru á döfinni. Í almanaki Spretts má finna alla þessa viðburði og hvetjum við skuldlausa félagsmenn til að næla sér í þetta almanak. Við höfum látið það liggja frammi þegar viðburðir eru í húsinu en einnig má nálgast það hjá framkvæmdastjóra á opnum viðtalstímum sem og þegar viðburðir eru í húsinu. Framundan er fjölbreytt dagskrá, ræktunarferð, kórkvöld Sprettkórsins, mótaraðir og fleira. Minna má einnig á að þann 20. mars verður plastgámur á svæðinu sem vonandi margir munu nýta sér.