Aðalfundur Sprettskvenna 2019 verður haldinn í Sprettshöllinni þriðjudaginn 12. mars kl. 18.
Fundurinn hefst á stuttum aðalfundastörfum. Að þeim loknum bjóða Sprettskonur upp á súpu, brauð, kaffi og meðlæti.
Kynnt verður borðvín og hugsanlega bjór.
Eftir matinn verður Svanildur Hall með fræðsluerindi um Fóðrun og umhirðu hrossa.
Svanhildur nam hestamennsku við Hólaskóla eftir stúdentinn. Hún lauk B.Sc. gráðu í hrossarækt í Bandaríkjunum þar sem hún var í keppnislið skólans í Dressage og var þjálfuð af frábærum reiðkennurum.
Áhugi Svanhildar beindist snemma að rannsókn á hegðun hrossa og þá sérstaklega hvort og hvernig mætti meta skapgerð þeirra með tilliti til námshraða sem gæfi jafnframt til kynna hversu hratt mætti temja þau. Svanhildi var boðinn námsstyrkur við Auburn háskóla í Alabama og tók þar Mastersgráðu. Rannsóknarefnið fjallaði um hvernig meta mætti skapgerð hrossa. Svanhildur er virkur dómari, er með landsdómararéttindi í hestaíþróttadómum auk þess að vera með alþjóðleg kynbótadómararéttindi.