Á aðalfundi Hrossaræktarfélags Andvara sem haldin var 10.desember 2013 voru þau hjónin Gunnar Már Þórðarson og Kolbrún Björnsdóttir valin ræktunarmenn ársins 2013, sjá meðfylgjandi mynd.
Hjónin voru meðal annars valin fyrir ræktun sína á hryssunni Stiku frá Votumýri IS2007287936 undan Orra frá Þúfu og Höfðadís frá Heiðarbrún. Stika fékk í einkunn B: 8.23 H: 8.33 AE 8.29. Auk þess sýndu þau 2 hross sem fengu ágæt 2. verðlaun. Samtals náðu átta félagsmenn að sýna 1 eða fleiri hross í 1. verðlaun á árinu.
Á aðalfundinum var ákveðið að breyta nafni félagsins í Hrossaræktarfélag Spretts til samræmis við sameiningu Andvara og Gusts. Hrossaræktendum í "gamla Gusti" er bent á að skrá sig í Hrossaræktarfélag Spretts og er hægt að gera það í gegnum tölvupóstfangið,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Stjórn hrossaræktarfélags Spretts