Skemmtileg grein kom í Morgunblaðinu um opnun Grunnuvatnaleiðar þann 26. nóvember:
Greið leið við GrunnuvötnHægt er að brokka í Heiðmörk en ný reiðleið hefur verið opnuð. Sprettur er fjölmennasta hestamannafélag landsins og starfið mjög öflugt.
Opnun Lengst til vinstri er Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Spretts, þá Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður hestamannafélagsins. Knapinn í baksýn er Halldór Halldórsson, formaður reiðveganefndar Spretts.— Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Bogi Sævarsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Með þessum nýja reiðvegi opnast okkur hestamönnum alveg nýjar slóðir í Heiðmörkinni. Raunar má segja að þetta sé góð viðbót, því víða um skógræktarsvæðið liggja slóðir og brautir sem gaman er að feta í lengri og skemmri útreiðartúrum,“ segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Hesta mannafélagsins Spretts.
Félag á landamærumÁ vegum Spretts hefur að undanförnu verið unnið að gerð nýs reiðvegar um svonefnda Grunnu vatnaleið í Heiðmörk; það er svæðið sem er norðan og austan við Vífilsstaðavatn. Þetta er sömuleiðis í nágrenni Kjóavalla, þar sem er hesthúsabyggð félagsmanna í Spretti.
Reiðvegurinn nýi var svo opnaður formlega í síðustu viku við athöfn, þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra – og þess utan hestamaður og dýralæknir – klippti á borða og óskaði fólki góðrar ferðar. Hestamannafélagið Sprettur var stofnað 2012 með sameiningu Gusts í Kópavogi og Andvara í Garðabæ. Aðstaða félagsins er á landamærum þessara tveggja bæjarfélaga og innan þeirra beggja. Á undanförnum árum hefur verið unnið að margvíslegri uppbyggingu á félagssvæðinu og segir Sveinbjörn reiðvegagerðina hluta af þeim pakka. Grunnuvatnaleið er innan marka Garðabæjar og því lagði sveitarfélagið fjármuni til verkefnisins. Frumkvæðið í málinu og undirbúningur allur hefur hins vegar verið á hendi Sprettara, en í félaginu er sérstök reiðveganefnd þar sem málin hafa verið unnin áfram.
Þéttriðið net í Heiðmörk„Grunnuvatnaleið er mikil samgöngubót. Þarna er verið að búa til og opna sérmerkta reiðleið, en annars er í Heiðmörk þéttriðið net af sérmerktum göngu- og hjólreiðastígum sem og reiðgötur sem liggja um heiðarlönd, hraun, mosabreiður og skóga. Þetta er einstakt svæði en um margt falið, þó það sé nánast hér í túnfæti höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sveinbjörn. Hann getur þess ennfremur að úr Heiðmörkinni liggi reiðvegur suður í Hafnarfjörð. Margir hestamenn velji hins vegar að fara stíg inn sem liggur samsíða Flóttamannaleiðinni svonefndu; sem liggur úr Vatnsendahverfinu í Kópa vogi og alveg suður í Setbergshverfi í Firðinum
Fjölmennasta félagið Hestamannafélagið Sprettur er nú það fjölmennasta á landinu en innan vébanda þess eru um 1.500 félagsmenn. Þá telst Spretturum svo til að á Kjóavöllum séu um 2.000 hross, eða sú verður staðan eftir nýár þegar fólk er búið að taka klárana á hús. Þá má nefna að reiðhöll Spretts er sú stærsta á land inu og tekur um 900 manns í sæti. Búast má við að þar verði haldnir um 30 viðburðir, litlir sem stórir, frá komandi áramótum og fram yfir páska. Sumir af þeim eru það sem kalla má hápunktar í hesta mennsku landans og má þá reikna með fjölmenni í höllinni – auk þess sem sjónvarpað verður beint frá nokkrum þeirra.