Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts var haldinn 17.nóv 2018.
Verðlaun fyrir ræktun kynbótahrossa fór fram sama dag á árshátíð Hestamannafélagsins Spretts í Samskipahöllinni. Samtals sýndu félagsmenn 48 hross í kynbótadómi, 34 hryssur og 14 stóðhesta með góðum árangri.
Efstu hross í 4 flokkum hryssna og hesta voru eftirfarandi:4.v. hryssur 2018 Vök frá Valstrýtu IS2014280716 AE: 8.05- Rækt: Guðjón Árnason
5.v. hryssur 2018 Fjara frá Horni IS2013277270 AE: 8.33. Rækt: Daníel Jónsson/Ómar Antonsson
6.v. hryssur 2018 Lukka frá Efsta-Seli IS2012286645 AE: 8.54. Rækt: Daníel Jónsson/Hilmar Sæm.
7.v. og eldri hryssur 2018 Fía frá Efsta-Seli IS2010286796 AE: 8.49. Rækt: Daníel Jóns/Hilmar Sæm.
4.v. hestar 2018 Sólmyrkvi frá Hárlaugsstöðum IS2014186282 AE: 7.89. Rækt: Ketill Björnsson
5.v. hestar 2018 Spaði frá Barkastöðum IS2013180711 AE: 8.55. Rækt: Sveinbjörn Sveinbjörnsson
6.v. hestar 2018 Barón frá Eystra-Fróðholti IS2012186180 AE: 8.04. Rækt: Ársæll Jónsson
7.v. og eldri hestar 2018 Kolskeggur frá Kjarnholtum IS2008188560 AE: 8.77. Rækt: Magnús Einarsson.
Ræktunarmaður ársins 2018 var kjörinn
Magnús Einarsson Kjarnholtum 1, fyrir ræktun sína á stóðhestinum Kolskegg frá Kjarnholtum IS2008188560 sem fékk í aðaleinkunn 8.77.
Ræktunarbú ársins 2018. Samtals sýndu 12 bú tilskilin fjölda til að taka þátt. 3 bú voru tilnefnd til verðlauna en það voru: Efsta –Sel, Kjarnholt 1 og Vesturkot.
Kjarnholt 1 (Magnús Einarsson) var valið ræktunarbú ársins með meðaleinkunn sýndra hrossa 8.63.
Finnur Ingólfsson í Vesturkoti hlaut heiðursviðurkenningu fyrir ræktun sína á Spuna frá Vesturkoti en s.l sumar á landmóti í Reykjavík stóð hann efstur heiðursverðlaunahesta með afkvæmum og hlaut Sleipnisbikarinn.