Á árshátið Spretts 17. nóvember nk. verða veitt verðlaun Hrossaræktarfélags Spretts fyrir efstu hrossin í öllum aldursflokkum hryssna og stóðhesta, einnig verður kynbótahross ársins verðlaunað og síðast en ekki síst ræktunarbú ársins hjá Hrossaræktarfélagi Spretts en þar hafa 12 ræktunarbú í eigu félagsmanna komist á blað.
Farið er eftir reglum fagráðs í hrossarækt (RML) um útnefningu búanna nema kvöðin eru tvö hross í stað fjögurra þar af eitt í 1.verðlaun.
Þrjú bú eru tilnefnd að þessu sinni, eru þau í stafrófsröð, þessi:
Efsta- Sel
Kjarnholt 1
Vesturkot
Sjórn Hrossaræktarfélags Spretts