Kristinn Hugason auglýsir eftir forlátri húfu sem hvarf úr fatahengi í Glaðheimum, á meðan nefndarkvöld Spretts fór fram. Þetta var lokaður mannfagnaður en húfuna geymdi hann á meðan á fagnaðinum stóð ofan á rafmagnskassa niðri í fatahenginu ásamt með trefli sem látinn var ósnertur. Húfan hvarf á tímabilinu 19:55 til 22:30 föstudaginn 25. október síðastliðinn.
Húfan er auðþekkt brúnköflótt original Stetson húfa, silkiofinn.
Í ljósi framansagðs skorar Kristinn á þann sem í hlut á að skila húfunni hið snarasta, bresti viðkomandi kjark sem getur sá hinn sami sent húfuna nafnlaust í pósti, en vei hinum sama hafist hann ekki að!