Aðalfundur Hestamannafélagsins Spretts 2018 verður haldinn fimmtudaginn 15.nóvember kl. 20.00 í veislusal Spretts.
Dagskrá fundarins verður í samræmi við ákvæði 10. gr. laga félagsins, og er eftirfarandi:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða af skoðunarmönnum félagsins.
5. Lagabreytingar, skv. 20. gr.
6. Kosning aðalstjórnar skv. 6. gr.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara skv. 6. gr.
8. Ákvörðun félagsgjalds.
9. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram.
10. Önnur mál, sem félagið varðar.
Skv. lögum félagsins skal fara fram kosning til stjórnar, kosið er um þrjú stjórnarsæti, en úr úr stjórn eru að ganga Hermann Vilmundarson, Ragna Emilsdóttir og Sigurður Tyrfingsson, en þau gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Stjórnin hvetur því áhugasama félagamenn að gefa kost á sér í stjórn Spretts.
Stjórn Hestamannafélagsins Spretts