Á árlegu Metamóti Spretts sem haldið var í byrjun september var dregið út um þau lið sem komast í Áhugamannadeild Spretts 2019.
Í ár voru þrjú sæti laus og um þau sæti sóttu fjögur lið. Þau lið sem dregin voru út og hljóta keppnisrétt fyrir 2019 eru:
Eldhestar – Lið Idu Thorberg og félaga
Landvit – lið Viggó Sigursteinssonar og félaga
Hraunhamar – lið Bjarna Sigurðssonar og félaga
Næsta lið var svo lið AHL Holding.
Equsana deildin 2019 hefst svo pompi og prakt fimmtudaginn 7 febrúar. Við hvetjum alla til að taka keppnisdaga deildarinnar strax frá enda spennandi mótaröð að fylgjast með.
Dagsetningarnar eru:
Fimmtudagur 7 febrúar – Fjórgangur
Fimmtudagur 21 febrúar – Fimmgangur
Fimmtudagur 7 mars : Slaktaumatölt og flugskeið gegnum höllina
Fimmtudagur 21 mars : Tölt – lokamótið
Kynning liðanna sem keppa í deildinni hefst svo í nóvember en töluverðar breytingar hafa orðið á liðskipan liðanna.
Við bjóðum ný lið velkomin í Equsana deildina 2019 og við sjáumst í 7 febrúar 2019.