Bókleg kennsla í knapamerkjum hefst í næstu viku. Þeir sem hafa hugsað sér að taka verkleg knapamerki í vetur er bent á að gott eða nauðsynlegt er að taka bóklegt áður.
Kennt verður í félagsheimil Fáks og verður kennslunni háttað eftirfarandi:
- Knapamerki 1 - er 23. okt og 28. okt. kl. 17:00 - 19:00
- Knapamerki 2 er 23. okt og 28. okt kl. 19:00 - 21:00
- Knapamerki 3 er 22. okt, 24 okt. og 29 okt. kl. 17:00 - 19:00
- Knapamerki 4 er 22. okt, 24, okt. og 29. okt. kl. 19:00 - 21:00
- Knapamerki 5 er 30. okt., 4. nóv. og 6. nóv. kl. 17:00 - 19:00
Knapamerki 5 er einnig heimilt að sitja alla tíma hjá öðrum merkjum því þau taka próf úr öllum námsefninu.
Einnig verða fyrirlestrar með dýralækni og járningamanni sem allir eiga að sækja en þeir verða auglýstir nánar síðar. Próf verður svo í byrjun nóvember og er það sameiginlegt fyrir alla.
Komin er ný bók (sú með gormunum) í knapamerki 1 og 2. Þeir sem vilja kaupa bækur er bent á að senda póst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í sðiasta lagi 21. okt.
Öllum er heimilt að skrá sig, hvort sem fyrirhugað er að taka verklegt eður ei, enda er í knapamerkjunum (bókunum)
fróðleikur sem allir hefðu gott að tileinka sér til að öðlast meiri skilning á hestunum og sér sem knapa.
Skráning á
sportfengur.com. Þeir sem eru að skrá sig á bókleg knapamerki er bent á það að velja knapamerki 1 í námskeiðsflokkunun í sportfeng og þá koma upp öll stigin upp og svo að haka við það stig sem ætlunin er að fara á.