Keppni í tölti fór fram á tveimur völlum í dag. Keppni var hörð og fjölmargar góðar sýningar litu dagsins ljós. Í meistaraflokki T1 standa Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey efst eftir forkeppni með einkunnina 8.97.
Tölt T1 meistaraflokkur
Í flokki ungmenna í T1 er Arnór Dan Kristinsson efstur eftir forkeppni með Dökkva frá Ingólfshvoli með einkunnina 7.43.
Tölt T1 ungmennaflokkur
Í unglingaflokki var hörð keppni milli efstu knapa. Það voru Glódís Rún Sigurðardóttir og Dáð frá Jaðri sem standa efstar eftir forkeppni með einkunnina 6.77.
Tölt T1 unglingaflokkur
Keppni í barnaflokki var einnig geysisterk og fór svo að efst eftir forkeppni varð Landsmótssigurvegari í barnaflokki Guðný Dís Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi með einkunnina 6.77.
Tölt T1 barnaflokkur
Í tölti T2 meistara er efst eftir forkeppni Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Óskar frá Breiðstöðum með einkunnina 8.0.
Í T2 ungmenna er efst eftir forkeppni Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Vísa frá Hrísdal með einkunnina 7 og í T2 unglinga er efstur eftir forkeppni Kristófer Darri Sigurðsson og Gnýr frá Árgerði og fengu þeir einkunnina 7.2. Í þessum flokki unglinga voru einnig börn niður í 10 ára sem voru að keppa í fyrsta sinn í þessari keppnisgrein þar sem ekki er keppt í T2 barna.
Tölt T2 meistaraflokkur
Tölt T2 ungmennaflokkur
Tölt T2 unglingaflokkur
www.oz.com/horses.