Minnum á að skráningu á Íslandsmót í hestaíþróttum stendur til miðnættis þriðjudaginn 10. júlí.
Hestamannafélagið Sprettur heldur Íslandsmót í hestaíþróttum 18. – 22. júlí 2018 á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal.
Að þessu sinni verður Íslandsmót fullorðinna og Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna haldið saman. Forkeppni fer fram á tveim völlum dagana 18. – 20. júlí en öll úrslit verða riðin á einum velli 21. – 22. júlí. Búið er að opna fyrir skráningu á mótið inná www.sportfengur.com og er skráningafrestur til
miðnættis 10. júlí.
Skráningargjald er 5000 kr. fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokk auk kappreiðaskeiðgreina og 7500 kr. fyrir fullorðinsflokk.
Eftirfarandi greinar eru í boði:
Meistaraflokkur:
Fjórgangur V1
Fimmgangur F1
Tölt T1
Tölt T2
Gæðingaskeið PP1
250m skeið P1
150m skeið P3
100m flugskeið P2
Ungmennaflokkur:
Fjórgangur V1
Fimmgangur F1
Tölt T1
Tölt T2
Gæðingaskeið PP1
100m flugskeið P2
Fimikeppni A2
Unglingaflokkur:
Fjórgangur V1
Fimmgangur F2
Tölt T1, tölt T2
Gæðingaskeið PP1
100m flugskeið P2
Fimikeppni A
Barnaflokkur:
Fjórgangur V2
Tölt T1
Fimikeppni A
Athugið að það er einn keppandi á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki og fimmgangi unglingaflokki en í þeim greinum verða 3 inná í einu og riðið eftir þul.
Vakin er athygli á því að í fullorðinsflokki eru einkunnalágmörk í allar greinar. Það er parið, hesturinn og knapinn, sem þurfa að ná lágmörkum (einkunnir parsins mega vera allt að tveggja ára gamlar). Íslandsmótslágmörkin fyrir 2018 má finna hér:
https://www.lhhestar.is/is/frettir/islandsmotslagmork-2018Allar frekari upplýsingar um skráningu fást með að senda tölvupóst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 888-4050.