Í gær 2. júlí fór fram forkeppni í B-flokki gæðinga og ungmennaflokki.
Sprettarar áttu glæsilega fulltrúa í báðum þessum flokkum.
Tveir efstu hestarnir í B-flokki eru Sprettarar, Nökkvi Syðra-Skörðugili og Jakob Svavar Sigurðsson stenda efstir með 8,99 og skammt á hæla hans eru Ljósvaki frá Valstrýtu og Árni Björn Pálsson með 8,93, einnig komust í milliriðil Vökull frá Efri-brú og Ævar Örn Guðjónsson með 8,72, Bragur Ytra-hóli og Ævar Örn Guðjónsson 8,71, Andi Kálfhóli og Daníel Jónsson 8,70, Glóinn Halakoti og Ólafur Ásgeirsson 8,68. Milliriðlill B-flokks verður 4.júlí og hefst kl 13:30
Í feiknasterkum ungmennaflokki stóðu Sprettarar sig vel.
Önnur eftir forkeppni eru Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum og Bríet Guðmundsdóttir með 8,66 skammt á eftir þeim eru Dagur frá Hjarðartúni og Anna Bryndís Zingsheim 8,60, Villimey frá Hafnarfirði og Hafþór Hreiðar Birgisson 8,56, Kringa frá Jarðbrú og Valdís Björk Guðmundsdóttir 8,49, Hafrún frá Ytra-Vallholti og Marín Lárensína Skúladóttir 8,46, Óson frá Bakka og Anna Þöll Haraldsdóttir 8,46. Önnur ungmenni Spretts stóðu sig frábærlega þrátt fyrir að hafa ekki komist í milliriðil, til hamingju með árangur ykkar.
Milliriðlill Ungmennaflokks verður 5.júlí og hefst kl 9:00
Í dag 3.júlí var forkeppni í mjög sterkum A-flokki. Margt var um manninn í brekkunum og margar góðar sýningar litu dagsins ljós.
Annar eftir forkeppni er Arion frá Eystra-Fróðholti og Daníel Jónsson með 8,85 aðrir Sprettarar sem komust í milliriðil eru Kolskeggur frá Kjarnholtum og Daníel Jónsson 8,78, Krókur frá Ytra-Dalsgerði og Ævar Örn Guðjónsson 8,69. Milliriðlill A-flokks verður 5.júlí og hefst kl 15:30.
Í dag 3.júlí var milliriðill í barnaflokki og nú sem fyrr stóðu Sprettskrakkar sig mjög vel.
Í B-úrslit barnaflokks mæta Vökull frá Hólabrekku og Elva Rún Jónsdóttir þau fengu 8,50 í dag.
Í A-úrslit barnaflokks mæta Roði frá Margrétiarhofi og Guðný Dís Jónsdóttir fengu þau 8,57 í dag og einnig í A-úrslit mæta Halla frá Kverná og Hekla Rán Hannesdóttir þær hlut í dag 8,55.
Sprettur óskar keppendum sínum til hamingju með árangur sinn á mótinu.