Í dag 1.júlí hófst Landsmót hestamanna.
Mótið hófst á forkeppni í barnaflokki og næst á eftir kom unglingaflokkur.
Mikil spenna og tilhlökkun var í loftinu. Gaman að sjá prúðbúna knapa og hesta láta ljós sitt skína.
Spretts krakkarnir stóðu sig frábærlega og eru þó nokkrir fulltrúar félagsins komnir áfram í milliriðla.
Í barnaflokki stendur efst eftir forkeppni Guðný Dís Jónsdóttir á hestinum Roða frá Margrétarhofi þau hlutu 8,73 í einkunn. Önnur börn frá Spretti sem komust áfram eru: Elva Rún Jónsdóttir og Vökull frá Hólabrekku 8,53, Hekla Rán Hannesdóttir og Halla frá Kverná 8,47, Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir og Sólfaxi frá Sámstöðum 8,31, Þórdís Agla Jóhannsdóttir og Geisli frá Keldulandi 8,30. Önnur börn sem kepptu fyrir Sprett stóðu sig einnig frábærlega, óskum ykkur öllum til hamingju með góða framistöðu.
Milliriðill í barnaflokki verður þriðjudaginn 3.júlí og hefst klukkan 15:45
Í Unglingaflokki á Sprettur flotta fulltrúa sem komust áfram í milliriðil.
Haukur Ingi Hauksson og Barði frá Laugarbökkum 8,60, Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Garpur frá Skúfslæk 8,50, Sigurður Baldur Ríkharðsson og Auðdís frá Traðarlandi 8,38. Aðrir unglingar sem kepptu fyrir Sprett stóðu sig einnig frábærlega, óskum ykkur til hamingju með góða framistöðu.
Milliriðill í unglingaflokki verður miðvikudaginn 4.júlí og hefst klukkan 9:00
Á morgun mánudag 2.júlí verður forkeppni í B-flokki og ungmennaflokki og einnig hefjast fordómar á kynbótahryssum.