Miðvikudagskvöldið 27. júní var haldin samkoma í veislusal Spretts þangað sem landsmótsfarar félagsins voru boðaðir.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson formaður Spretts bauð alla velkomna og sagði frá gjöfum sem keppendum voru svo afhentar en þær eru afar veglegar. Equsana á Íslandi veitti Spretti frábæran styrk að verðmæti 1,5 milljónir króna og kann félagið þeim bestu þakkir fyrir. Auk þessa komu margir styrktaraðilar að þessum góðu gjöfum félagsins til keppenda og eru þeir nefndir hér að neðan, heildar verðmæti styrkja er vel á þriðju milljón króna.
Allir keppendur í barna-, unglinga- og ungmennaflokki fengu eftirfarandi gafir frá Equsana; snyrtitösku fyrir hross sem inniheldur m.a. kamba, bursta, svamp og feld og faxgljáa, einnig ábreiðu fyrir hrossin og stallmúl, jakka, vesti, peysu og þrjá stuttermaboli með merkingum Equsana og fleiri styrktaraðila.
Allir hestar sem keppa fyrir hönd Spretts í A eða B flokki fengu ábreiðu frá Equsana og tóku knapar eða eigendur hestanna við gjöfinni. Að lokinni afhendingu gjafa og kynningu á keppendum tók við fræðsla og gagnlegar upplýsingar um komandi mót.
Þórdís Anna Gylfadóttir mótsstjóri Landsmósts fór yfir skipulag og aðkomur á mótssvæði.
Sigurður Ævarsson yfirdómari Landsmóts fór yfir ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi keppendur, fóta- og læknisskoðanir hesta og búnaðarskoðanir keppenda.
Hekla Katharína Kristinsdóttir og Sigurður V. Matthíasson fjölluðu um sína sýn á keppnina og töluðu um mikilvægi þess að njóta Landsmóts og þess að sýna afrakstur æfinga og undirbúnings. Einnig það að standa saman sem lið og geta samglaðst jafnvel þó ekki gangi jafn vel hjá manni sjálfum. Rauði þráðurinn hjá Sigurði var "Sá sem ekki kann að tapa á ekki skilið að sigra“.
Kvöldið endaði á hópefli fyrir yngri flokkana inni í reiðsla sem Sjöfn Þórarinsdóttir tómstundafræðingur.
Hér eru myndir frá samkomunni.
https://www.facebook.com/pg/sprettarar/photos/?tab=album&album_id=971643859673854Hér að neðan eru þeir styrktaraðilar sem gerðu félaginu kleift að standa svo vel við bakið á keppendum sínum og færir Sprettur þeim bestu þakkir fyrir.
Equsana á Íslandi
Íslandsbanki
Útfararstofa Íslands
Vesturkot hrossarækt
WOW air
Húsvirki
ÁF HÚS
Heimahagi
Traðarland
BM Vallá
Blue Lagoon
Hamarsey hrossarækt
Tannbjörg tannlækningar
Hagblikk
Samskip